- 1. Hvað er 50 prósent af 300?
A) 130 B) 175 C) 150 D) 75
- 2. Hvað er 25 prósent af 300?
A) 30 B) 75 C) 150 D) 70
- 3. Til þess að finna 10% af tölu, þá færir þú kommuna um______ sæti til vinstri.
A) 0 B) 1 C) 2 D) 3
- 4. Hvað er 10 prósent af 37,53?
A) 3,753 B) 375,3 C) 38 D) 0,3753
- 5. Hvernig er 78 prósent skrifuð sem tugabrot??
A) 78 B) 7,8 C) 0,78 D) 0,078
- 6. Hvernig er 3/100 skrifað sem tugabrot?
A) 0,3 B) 0,03 C) 3,0 D) 0,003
- 7. Hvað er 3/4 í tugabrotum?
A) 0,34 B) 3,4 C) 7,5 D) 0,75
- 8. Ef verð vöru er 3400 og það hækkar um 20%, hvað hækkar verðið um margar krónur?
A) 4080 kr B) 820 kr C) 680 kr D) 68 kr
- 9. Vara er seld með 25 prósent afslætti og venjulegt verð er 4400 kr, hvað kostar varan á útsölu?
A) 3300 kr B) 1100 kr C) 2200 kr D) 3000 kr
- 10. Hvaða tala kemur fyrst ef þú raðar tölunum í vaxandi röð. 4/10 og 2/10 og 0,22 og 25% ?
A) 0,22 B) 2/10 C) 4/10 D) 25%
- 11. Hvað er 65 prósent af 400?
A) 260 B) 350 C) 220 D) 240
- 13. Hvaða tala kemur síðast ef þeim er raðað í minnkandi röð: 72%, 3/4, 0,715 eða 74/100
A) 3/4 B) 0,715 C) 74/100 D) 72%
- 14. Hvernig er 127% skrifað sem tugabrot?
A) 12 B) 1,27 C) 0,127 D) 12,7
A) 0,047 B) 0,47 C) 47,0 D) 4,7
- 16. Með hvaða tölu get ég margfaldað heildina ef hækka á um 25%? Veljið einföldustu leiðin
A) 1,25 B) 1,75 C) 0,25 D) 0,75
- 17. Með hvaða tölu get ég margfaldað heildina ef lækka á um 7%? Veljið einföldustu leiðina
A) 0,07 B) 1,93 C) 0,93 D) 1,07
- 18. Hver er heildin (100%) ef 112% eru 560?
A) 627,2 B) 112 C) 500 D) 12
- 19. Breytiþátturinn 1,15 er.....
A) 15% lækkun B) 85% hækkun C) 15% hækkun D) 115% hækkun
- 20. Breytiþátturinn 0,75 er......
A) 75% hækkun B) 75% lækkun C) 25% hækkun D) 25% lækkun
- 21. Smári fermdist árið 1995 og lagði þá allan fermingarpeninginn inn á lokaðan reikning með 5% vöxtum. Hann fékk alveg helling í gjöf eða 82.000 kr. Hvað er þessi upphæð orðin há, 19 árum seinna?
A) 159.900 kr B) 181.780.000 kr C) 207.210 kr
- 22. Virðisaukaskattur var hækkaður í tíð Steingríms J. Sigfússonar úr 24,5 % í 25,5%. Um hve mörg prósentustig hækkaði skatturinn?
A) 4 prósentustig B) 1% C) 1 prósentustig D) 4%
- 23. Biggi hélt flotta árshátíð um daginn og tókst honum að lækka verðið töluvert frá því sem það átti að vera. Verðið átti að vera 5000 kr, en með hægræðingu þá tókst honum að lækka verðið um 25%. Hvað kostaði inn á árshátíðina?
A) 3750 kr B) 4975 kr C) 6250 kr D) 1250 kr
- 24. Í hve mörg ár er ákveðin upphæð að tvöfaldast ef hún ber 8% fasta vexti allan tímann?
A) Um 9 ár B) Um 8 ár C) Um ár 22 ár D) Um 15 ár
- 25. Góð fartölva er seld á 189.990 kr út úr búð. Þú hefur ekki efni á að greiða þetta verð en langar mikið í tölvuna og ákveður að kaupa hana með afborgunum í 12 mánuði. Hver er kostnaðurinn fyrir þig í hverjum mánuði ef 3,5% lántökugjald er sett á verðið + 340 kr seðilgjald ?
A) 16.415 B) 16.173 kr C) 16.727 kr D) 15.833 kr
- 26. Vara sem keypt er í Kína og seld á Íslandi hækkar fyrst um 50%, síðan um 25%, þá um 75% og að lokum um 80%. Hvert er söluverðið á Íslandi ef kaupverðið var 1000 kr í Kína?
A) 6506 B) 8706 C) 2306 kr D) 5906 kr
- 27. Vara er hækkuð um 20% og síðan lækkuð um 20% nokkru síðar. Hver er breytingin á verðinu?
A) 40 % B) 4 % hækkun C) Engin D) 4 % lækkun
- 28. Virðisaukaskattur var lækkaður úr 14% í 7 % í mars 2007. Um hve mörg prósent var skatturinn lækkaður
A) 50% B) 50 prósentustig C) 7 prósentustig D) 7%
- 29. Hvað hef ég grætt mikið í vexti ef ég legg inn 150.000 kr í dag og tek þá út eftir 8 mánuði á 4% vöxtum?
A) 6000 kr B) 60.000 kr C) 800 kr D) 4000 kr
- 30. Hve há er upphæð með vöxtum ef 800.000 kr eru lagðar inn í dag á 3,8% vöxtum og teknar út eftir eitt og hálft ár?
A) Æji, eitthvað það lítið að ég nenni ekki að reikna það. B) 846.178 kr C) 846.030 kr D) 845.600 kr
- 31. Hve há er upphæð með vöxtum ef 250.000 kr er lagðar inn í dag á 5% vöxtum og teknar út eftir 117 daga?
A) 146.250 kr B) 254.063 kr C) 254.007 kr D) Það tekur sig ekki að leggja svona litla upphæð inn í banka, ég kaupi mér frekar vespu.
|