Lífheimurinn kafli 6 krossapróf
  • 1. Vísindamenn sem rannsaka dýr eru nefndir
A) Grasafræðingar
B) Steingervingafræðingar
C) Dýrafræðingar
D) Eðlisfræðingar
  • 2. Eftirfarandi flokkar dýra tilheyra hópi hryggdýranna
A) Skriðdýr, fuglar, spendýr.
B) Krabbadýr, spendýr, fiskar.
C) Krabbadýr, kóngulær, fjölfætlur.
D) Kóngulær, skordýr, fiskar.
  • 3. Fyrstu landhryggdýrin voru:
A) Spendýr.
B) Froskdýr.
C) Fuglar.
D) Fiskar.
  • 4. Frá froskdýrunum þróuðust síðar:
A) Sniglar.
B) Skriðdýr.
C) Fiskar.
D) Skordýr.
  • 5. Þegar egg og sáðfruma koma saman í vatni er talað um:
A) Knappskot.
B) Skiptingu.
C) Ytri frjóvgun.
D) Innri frjóvgun.
  • 6. Skriðdýr eru: a) Misheit dýr b) Jafnheit dýr
A) Bæði a) og b) eru rétt.
B) Bæði a) og b) eru röng.
C) Bara a) er rétt.
D) Bara b) er rétt.
  • 7. Fjölfruma lífvera sem lifir í sjó; frumur hennar eru afar sérhæfðar til ákveðinna starfa. Ein gerðin af frumum dýrsins er sérhæfð til að éta svif og lífrænar agnir sem berast með vatninu á meðan aðrar frumur mynda stoðgrind sem heldur dýrinu uppi. Hér er verið að lýsa:
A) Svampdýrum.
B) Holdýrum.
C) Kóraldýrum.
D) Marglyttum.
  • 8. þessi hópur dýra er með griparma til að veiða bráð sína, það getur breytt um lit þegar óvinur nálgast og hefur augu sem eru mjög lík að gerð og augun í manni. Hvaða hópur er þetta?
A) Sniglar.
B) Smokkfiskar.
C) Brjóskfiskar.
D) Marglyttur.
  • 9. Dýr sem hafa um sig harða skel og eru með mjúkan líkama eru:
A) Holdýr.
B) Lindýr.
C) Ormar.
D) Svampdýr.
  • 10. Ánamaðkar teljast til:
A) Flatorma.
B) Mjúkorma.
C) Þráðorma.
D) Liðorma.
  • 11. Þeir éta plöntuleifar og skila næringarríkum úrgangi út í jarðveginn. Þeir auka líka loftið í jarðveginum og eru tvíkynja. Hér er verið að lýsa:
A) Bandormum.
B) Spóluormum.
C) Ánamöðkum.
D) Njálg.
  • 12. Þessi hópur hefur að minnsta kosti fimm pör fóta og tvö pör fálmara til þess að greina snertingu, bragð og lykt. Samsett augu eru fremst á höfðinu. Hér er verið að lýsa:
A) Krabbadýrum.
B) Spendýrum.
C) Ormum.
D) Lindýrum.
  • 13. Fjölbreyttasti hópur dýra á jörðinni eru:
A) Ormar.
B) Krabbadýr.
C) Liðdýr.
D) Skriðdýr.
  • 14. Líkami skordýra skiptist í:
A) Þrjá hluta.
B) Tvo hluta.
C) Fjóra hluta.
D) Fimm hluta.
  • 15. Skordýr fara í gegnum röð myndbreytinga á æviskeiði sínu. Hvaða eftirfarandi röð er rétt lýsing á fullkominni myndbreytingu?
A) Egg, gyðla, fullvaxið skordýr.
B) Gyðla, egg, fullvaxið skordýr.
C) Egg, lirfa, púpa, fullvaxið skordýr.
D) Egg, púpa, lirfa, fullvaxi ðxkordýr.
  • 16. Mýrakalda (malaría) smitast með:
A) Húsflugum.
B) Tsetse-flugum.
C) Moskítóflugum.
D) Geitungum.
  • 17. Líffærið sem fiskar nota til að anda nefnist:
A) Sundmagi.
B) Loftblaðra.
C) Lungu.
D) Tálkn.
  • 18. Hópur dýra sem andar bæði með lungum og húðinni, lifir ekki á Íslandi og helsta fæða þeirra er skordýr, ormar og önnur smákvikindi. Þetta eru:
A) Fiskar.
B) Froskdýr.
C) Skriðdýr.
D) Skordýr.
  • 19. Skriðdýr:
A) Eru með þurra húð sem er þakin húðplötum eða hreistri sem verndar þau gegn ofþornun.
B) Hafa ekki lungu og fer öndunin í gegnum húð þeirra.
C) Lifa á norðlægum slóðum án þess að leggjast í dvala.
D) Lifa eingöngu í Afríku.
  • 20. Þegar talað eru um að fuglar séu í sárum merkir það að:
A) Fuglinn er að fljúga á milli landa.
B) Nýjar fjaðrir eiga eftir að myndast og fuglinn er ófleygur.
C) Fuglinn hefur fengið olíu í fiðrið og það misst einangrunarhæfileika sína.
D) Ránfugl hreyfir stélfjaðrirnar.
  • 21. Hvað af eftirtöldu á ekki við um fugla?
A) Þeir hafa tvískiptan maga.
B) Þeir eru með jafnheitt blóð.
C) Þeir hafa létt bein.
D) Þeir eru með misheitt blóð.
  • 22. Sá farfugl sem flýgur lengst er:
A) Tjaldur.
B) Spói.
C) Maríuerla.
D) Kría.
  • 23. Helsta einkenni spendýra er að þau eru:
A) Jafnheit dýr, nærast á mjólk og fæðast alltaf með hár.
B) Jafnheit dýr, nærast á mjólk og hafa hár á hluta æviskeiðs.
C) Misheit dýr, nærast á mjólk og hafa hár á hluta æviskeiðs.
D) Ekki með mikla útbreiðslu á jörðinni.
  • 24. Fyrstu dýrin á jörðinni voru hryggleysingjar.
A) Ósatt.
B) Satt.
  • 25. Helsta vopn holdýra til að drepa bráð sína eru brennifrumur.
A) Satt.
B) Ósatt.
  • 26. Brennihveljan er einna algengust marglyttna við Íslandsstrendur.
A) Ósatt.
B) Satt.
  • 27. Kóralrif finnast einungis í hlýjum sjó.
A) Ósatt.
B) Satt.
  • 28. Sæfíflar lifa í sambúum.
A) Ósatt.
B) Satt.
  • 29. Ostrur og kræklingar eru notuð til matargerðar.
A) Satt.
B) Ósatt.
  • 30. Hópar skrápdýra eru krossfiskar, slöngustjörnur, ígulker og sæbjúgu.
A) Ósatt.
B) Satt.
  • 31. Kóngulær og sporðdrekar teljast til liðdýra.
A) Satt.
B) Ósatt.
  • 32. Geitungar eru í hópi tvívængna.
A) Satt.
B) Ósatt.
  • 33. Skynfæri fiska til að greina þrýstingsbreytingar og hreyfingar í vatni nefnist rákin.
A) Ósatt.
B) Satt.
Students who took this test also took :

Created with That Quiz — where test making and test taking are made easy for math and other subject areas.