ThatQuiz Test Library Take this test now
Lífheimurinn kafli 7 krossapróf
Contributed by: Hafstað
  • 1. Fræðigreinin sem fjallar um hegðun dýra nefnist:
A) Plöntufræði.
B) Lífhegðunarfræði.
C) Atferlisfræði.
D) Lífsfræði.
  • 2. Dæmi um meðfætt atferli er:
A) Söngur fugla.
B) Að barn brosir við gleðilegt tilefni.
C) Að hundur geti opnað dyr.
D) Að afkvæmi hænist að foreldrum sínum.
  • 3. Meðfædd hegðun sem kemur fram við tiltekin skilyrði kallast:
A) Örvun.
B) Áreiti.
C) Samskipti.
D) Eðlisávísun.
  • 4. Þegar fugl líkir eftir hljóðum annarra dýra þá er talað um:
A) Hæningu.
B) Hermun.
C) Endurtekna tilraun.
D) Örvun.
  • 5. Þegar ungar fylgja móður sinni er talað um:
A) Hæningu.
B) Örvun.
C) Hermun.
D) Endurtekna tilraun.
  • 6. Þegar höfrungur getur framkvæmt ýmsar listilegar kúnstir í sýningum er talað um:
A) Hermun.
B) Örvun.
C) Hæningu.
D) Endurtekna tilraun.
  • 7. Lyktarefnið sem býflugur gefa frá sér nefnist:
A) Prógesteron.
B) Estrógen.
C) Hormón.
D) Ferómon.
  • 8. Svæðið sem dýrin verja gegn öðrum og þar sem þau afla sér ætis, finna maka og fleira, nefnist:
A) Óðal.
B) Híbýli.
C) Ekkert af þessu er rétt.
D) Ríki.
  • 9. Sefdans er atferli hjá flórgoða en það er hluti af því að:
A) Gera sér óðal.
B) Afla sér fæðu.
C) Velja sér maka.
D) Finna afkvæmin þegar þau eru týnd.
  • 10. Örvun er alltaf nauðsynleg þegar áreiti á sér stað.
A) Satt.
B) Ósatt.
  • 11. Varnarviðbragð hjá dýri getur falist í því að þykjast vera dautt.
A) Satt.
B) Ósatt.
  • 12. Þegar dýr líkist öðru dýri í útliti er talað um hermingu.
A) Ósatt.
B) Satt.
  • 13. Hvíti liturinn á vetrarfiðri rjúpunnar er dæmi um felulit.
A) Satt.
B) Ósatt.
  • 14. Þegar selir fara saman í vöðu er það ekki dæmi um varnarviðbragð.
A) Satt.
B) Ósatt.
  • 15. Óðul eru alltaf jafnstór innan tegundar.
A) Ósatt.
B) Satt.
Students who took this test also took :

Created with That Quiz — where test making and test taking are made easy for math and other subject areas.